Endalaus forvitni og djúp þekking á víðu sviði
Björn er óstöðvandi að leita sér þekkingar og reyna nýjar aðferðir. Hugbúnaðarlausnir og verkefni sem ná árangri krefjast samvinnu margra aðila með þekkingu á víðu sviði. Til að leiða verkefni þar sem taka þarf tillit til margra sjónarmiða hefur Björn lagt sig fram við að skilja betur mismunandi faggreinar sem hugbúnaðarverkefni koma nálægt. Björn hefur stúderað stjórnun fyrirtækja, stefnumótun, nýsköpun, markaðsetningu, atferlishagfræði, sálfræði, hönnun viðmóta, notendaupplifun, ritun vörutexta, o.fl. Ennfremur hefur Björn farið djúpt í Agile, straumlínu-, verkefna- og vörustjórnun. Að neðan er brot af því efni sem Björn hefur kynnt sér á síðustu misserum:
Björn hefur stúderað yfir 270 bækur á þessari vegferð, sjá nánar á goodreads.com. Allt til þess að skilja betur þau mismunandi sjónarmið sem skipta máli til að geta unnið á skilvirkan hátt með fjölbreyttum hópi fólks til að ná sem bestum árangri.
Björn býr að þessari þekkingu og nýtir í sérhverju verkefni.