Frá hugmynd að lausn - 2. hluti - Lykilspurningar hugmyndafasa

Í síðasta pistli, Frá hugmynd að lausn, ræddum við mikilvægi þess að setja skýr markmið og skilgreina áhrif og útkomur sem verkefni á að skila. En þó markmiðasetning sé mikilvæg er það aðeins fyrsta skrefið. Köfum dýpra og skoðum nánar hvað þarf að gerast til að ná árangri.  Það er auðveldast að gefa yfirlit með mynd sem sýnir hvað gerist skref fyrir skref:

Með þessari framsetningu er auðvelt að skýra út vinnuna sem fer fram þó verkefnin vinnast sjaldnast skref fyrir skref eins og myndin er teiknuð. En myndin sýnir lykilfasa þeirrar vinnu sem bestu teymin nota til að ná árangri. Hér er ég að vitna í orð Marty Cagan í Good Product Team / Bad Product team. Í þessum pistli verður fjallað nánar um lykilspurningar hugmyndafasa (e. ideation phase).

Lykilspurningar hugmyndafasa

Í upphafi hugbúnaðarverkefna er lykilatriði að sannreyna að vandamálið sem á að leysa sé mikilvægt og illa leyst af núverandi lausnum. Að öðru leiti gengur hugmyndafasinn (e. ideation phase) út á að svara lykilspurningum um vinnuna sem er framundan eins og:

  1. Af hverju að leggja í vinnuna?
  2. Hver er markhópur lausnarinnar?
  3. Hvaða vandamál á að leysa / hvaða tækifæri á að sækja?

Það eru tvö tól sem nýtast hér sem henta við mismunandi aðstæður. Þetta er Viðskiptalíkanið (e. Business Model Canvas) og Vörustriginn (e. Opportunity Canvas).

Viðskiptalíkanið

Viðskiptalíkanið hentar þegar verið er að setja nýja lausn á markað þar sem huga þarf heildstætt að viðskiptalíkani, sannreyna lykilþætti líkansins og samband þeirra á milli. Hérna er stutt myndband frá Strategyzer, fyrirtæki Alexander Osterwalder (höfundur líkansins) sem skýrir þetta vel:

Vörustriginn

Þegar allir níu þættir Viðskiptalíkansins liggja fyrir, eins og þegar verið er að bæta virkni við lausn sem er í rekstri. Þá hentar betur að nota Vörustrigann sem Jeff Patton fjallar um í bókinni User story mapping. Vörustriginn setur einnig fram hugmynd lausnarinnar á knöppu formi og skilgreinir hana með því að draga fram veruleika notenda í dag, auðkennir með hvaða hætti lausnin skapar virði fyrir notendur og setur fram lykilmælikvarða sem lausnin á að hreyfa. Myndin að neðan sýnir meginþætti þessara tveggja líkana:

Lykilatriði í hugmyndafasanum er að dýpka umræðuna um þessa þætti, auðkenna tilgátur og taka fyrstu skrefin í að sannreyna tilgátur í samtali við lykilhagsmunaaðila.

Leiðir til að sannreyna tilgátur strax í hugmyndafasa

Þegar Steve Blank, lærifaðir Erik Ries, leggur áherslu á "..get out of the building" er hann að vísa til mikilvægi þess að byggja djúpan skilning á verkefnum notenda og þeim aðstæðum sem notendur glíma við. Steve talar um að skilgreina og prófa tilgátur í samtali við notendur og þannig sannreyna lykilþætti lausnarinnar áður en þróunarvinna hefst. Þaðan er byggja - mæla - læra ferlið (e. Build - Measure - Learn) ferlið upprunið sem Eric Ries kom á kortið í bókinni The Lean Startup frá 2011.  

Alexander Osterwalder og félagar byggðu á vinnu Steve og kynntu Virðiskortið (e. Value Proposition Canvas) árið 2016.  Hérna er skemmtilegt myndband frá Stanford þar sem Alexander og Steve skýra frá því hvernig þeir uppgötva vinnu hvors annars og hvernig þeirra hugmyndir vinna saman. Steve Blank kemur við sögu eftir 31mín og 30 sekúndur.

Steve Blank kemur við sögu eftir 31 mín og 30 sekúndur.

Virðiskortið dýpkar tvo þætti í Viðskiptalíkaninu og skilgreinir nánar Markhóp notenda (e. customer segment) og Virðisskapandi þætti (e. value proposition). Með greiningu á Markhópi notenda eru dreginn fram verkefni (e. jobs) og aðstæður notenda, ásamt því að auðkenna sársauka og ávinnig sem notendur upplifa. Með greiningu á Virðisskapandi þáttum er vöru/þjónustu hluti lausnarinnar skilgreindur og ennfremur auðkennt með hvaða hætti varan skapar ávinning og eyðir sársauka fyrir notendur. Hérna er stutt myndband frá Strategyzer, höfundum líkansins, sem skýrir þetta vel:

Virðiskortið

Þó að þessi vinna skýri margt og geti ráðið úrslitum með hvort verkefni nái árangri eða ekki þá er mikilvægt að fara skrefinu lengra, kortleggja mögulegar lausnir, búa til ódýrar frumgerðir og sannreyna lausnir sem eru þess virði að smíða. Í síðasta pistli settum við fram eftirfarandi spurningar:

  1. er hægt að sannreyna að lausnin skili sér í breyttri hegðun notanda (brotalína frá lausn að notanda, sjá mynd að neðan)
  2. er hægt að sannreyna að breytt hegðun notenda skili þeim viðskiptalegum markmiðum sem verkefnið á að skila (brotalína frá notendum að viðskiptalegum áhrifum, sjá mynd að neðan)

Í næsta pistli skoðum við þessar spurningar nánar.