Oft eru hugbúnaðarverkefni keyrð innan "veggja" hugbúnaðarsviðs án þess að horfa nægjanlega til hagsmunaðila og þekkingar utan sviðsins. Innsýn þeirra sem starfa við lausnina utan hugbúnaðarsviðs er gríðarlega mikilvæg. Þetta eru endanotendur auðvitað og einnig þau sem selja, markaðsetja eða þjónusta hugbúnaðinn til dæmis.
Lykill að árangri er að horfa vítt yfir sviðið, auðkenna lykilhagsmunaðila og skilja þeirra innsýn og taka afstöðu til með hvaða hætti er hægt að koma til móts við þær áskoranir sem þessir aðilar auðkenna. Með þessa nálgun að leiðarljósi er hægt að láta hvert verkefni skila þeim lykilútkomum sem mestu máli skipta. Dæmið hér að neðan er um verkefni af þessu tagi.
Með víðtæka reynslu og lærdóm af því að leiða hugbúnaðarverkefni allt frá árinu 2006
Á vormánuðum 2018 leiddi ég verkefni sem sneri að því að gera lausnir Tempo klárar fyrir hina nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf. Verkefnið fólst í meginatriðum að því að bæta aðgangsstýringar í kerfinu svo viðskiptavinir gætu skilgreint með nákvæmni hver fengi að sjá persónleg gögn hverra.
Heildarverkefnið var flókið vegna fjölda hagsmunaaðila sem komu að verkefninu, sem allir höfðu mikilvæga sýn á áskoranirnar sem við stóðum frammi fyrir. Allt frá þróunarteymi, (hönnuðir, forritarar, textahöfundar), þjónustuteymi, velgengni viðskiptavina (e. customer success), markaðsteymi, lögfræðingar og misunandi notendur lausnarinnar.
Lykilárangursþáttur í þessu verkefni var að vinna náið með hagsmunaaðilum innan og utan fyrirtækisins, sækja endurgjöf og fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hámarka jákvæð áhrif sem verkefnið hafði í för með sér.
Leystu heildarverkefnið en ekki einungis hugbúnaðarhluta verkefnisins!
Hafðu samband og ræðum verkefni sem þú vilt ná árangri með.