Reynsla og menntun Björns
REYNSLA
Sjálfstæður ráðgjafi Envision -> nú Smart Guess ehf
Frá október 2018 til dagsins í dag sjálfstæður ráðgjafi og stofnandi Envision ehf sem í dag heitir Smart Guess ehf.
Ráðgjafi og stjórnarmaður iBot ehf
Frá janúar 2017 - 2019 starfaði Björn sem ráðgjafi iBot. Björn var ráðgjafi í umsókn iBot um sprotastyrk til Tækniþróunarsjóðs í febrúar 2017. Ráðgjafi og hluthafi iBot frá stofnum í júní 2017 og stjórnarmaður frá júní 2018.
Vörustjóri Tempo
Lausnir Tempo gerðar GDPR klárar
Frá 2016 mars til október 2018 starfaði Björn hjá Tempo. Björn gegndi stöðu vörustjóra og vann að umbótum á meginvöru fyrirtækisins Tempo Timesheets. Á haustmánuðum 2017 leiddi Björn verkefni sem sneri að því að gera vörur Tempo klárar fyrir hina nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf, GDPR. Í undirbúningi þessarar vinnu sótti Björn 2ja daga námskeið Deloitte um löggjöfina. Í kjölfarið var Björn lykilráðgjafi fyrirtæksins varðandi meðhöndlun persónulegra gagna.
Markaðsrannsókn - nýsköpunarferli
Björn setti fram hugmynd og leiddi nýsköpunar-, markaðsrannsóknar- verkefni fyrir aðalvöru fyrirtækisins, Tempo Timesheets. Markmið verkefnisins var setja fram áætlun um hvernig Tempo gæti haldið áfram að vaxa og náð árangri.
Verkefnið byggði á aðferð sem Anthony Ulwick og fyrirtækið Strategyn hafa þróað á síðustu 25 árum. Aðferðin er þekkt sem Jobs-to-be-done kenningin eða ODI ferlið (e. outcome driven innovation). Afurð verkefnisins var að auðkenna útkomur (e. outcomes) fyrir ákveðna hópa notenda (e. segment) sem eru bæði mikilvægar og ekki vel útfærðar af núverandi lausnum á markaði. Og setja fram framtíðarsýn um lausn og markaðstefnu sem talar beint til þeirra notenda sem hvað mest vantar betri lausn.
Vann með markaðsteymi að nýju markaðsefni byggða á niðurstöðum rannsóknarinnar fyrir Atlassian Summit ráðstefnuna í september 2017. Vann með vöruþróunarteymi að tækifærum til umbóta sem byggðu á djúpviðtölum sem við framkvæmdum auk þess að kynna niðurstöður verkefninins í ágúst 2017.
Vörustjóri OZ
Ferli fyrir vöruumbætur
Frá mars 2015 til febrúar 2016 febrúar starfaði Björn hjá OZ. Björn gegndi stöðu vörustjóra OZ Creator teymisins. Hóf störf tæpum tveimur mánuðum áður en OZ kynnti lausn sína fyrir viðskiptavinum í Los Angeles árið 2015. Það voru langir dagar, þurfti að taka fljótar ákvarðanir og finna einfaldar lausnir til að setja saman virkni sem þurfti að vera til staðar þegar lausnin var kynnt. Björn innleiddi ferli fyrir hvernig hugmyndir að vöruumbótum eru meðhöndluð hjá OZ í anda Marty Cagan og Jeff Patton.
Vörustjóri Tempo
Vöruumbætur sem auðvelda notendum skráningu
Frá ágúst 2014 til febrúar 2015 starfaði Björn hjá Tempo. Björn gegndi stöðu vörustjóra Tempo Timesheets vörunnar og leiddi starf Timesheets þróunarteymisins. Vann náið með notendum vörunnar til að skilja þeirra helstu vandamál og sannreyna að lausnir sem teymið var að vinna leysti vandamál notenda. Innleiddum nýtt viðmót til að skrá tíma fyrir notendur snemma árs 2015. Þessari lausn var tekið með opnum örmum og mikil vinna í framhaldinu hefur farið í gera þessa lausn enn betri.
Forstöðumaður verkefnastofu Betware
Frá janúar 2009 – júlí 2014 starfaði Björn hjá Betware (nú Next Generation Lotteries). Björn var ráðinn sem verkefnastjóri í upphafi árs 2009. Tók við sem forstöðumaður Verkefnastofu Betware í febrúar árið 2011 og leiddi starf verkefnisstjóra fyrirtækisins sem unnu samkvæmt Agile aðferðafræðinni. Eitt af lykilhlutverkum Björns fólst í því að skapa umhverfi sem hjálpaði verkefnastjórum fyrirtækisins að ná árangri í sinni vinnu. Í könnun sem starfsmannastjóri Betware framkvæmdi þar sem starfsmenn gáfu næsta yfirmanni endurgjöf fékk Björn mjög góða endurgjöf frá sínu teymi eða 4.7 af 5.0 mögulegum.
Umfangsmikil verkefni
Björn hefur reynslu af því að leiða stór hugbúnaðarverkefni. Á haustmánuðum 2011 leiddi Björn fyrsta fasa verkefnis fyrir nýjan viðskiptavin fyrirtækisins. Þegar mest var unnu 5 teymi að verkefninu eða alls um 40 manns. Verkefnið var mikil áskorun, tókumst á við tímapressu, óvissu og spænska menningu.
Stefnumótun
Auðkenndi þörf fyrir að skýra tilgang og áform fyrirtækisins. Á haustmánuðum 2012 var sett af stað stefnumótunarvinna þar sem Björn leiddi hugmyndavinnu hóps sem leitaði leiða við að skýra stefnu fyrirtækisins tengda annarri af tveimur megin áherslum fyrirtækisins, svokallaða “Gaming Platform” stefnu fyrirtækisins. Björn lagði áherslu á að einfalda vöruna, auka hraða innleiðinga og einnig að Betware fyndi lausnir sem auðvelduðu viðskiptavinum að auka nýskráningar. Þessir þættir urðu þrjár af fjórum meginstoðum í “Gaming platform” stefnu Betware.
Miðlun reynslu af verkefnum
Var einn að stofnendum starfshóps innan Betware sem hafði það að markmiði að miðla reynslu og lærdóm af verkefnum (e. project retrospectives). Sjá nánar kynningu frá heimsókn Agile-netsins til Betware frá árinu 2010.
Stjórnarmaður Borðtennissambands Íslands
Samskipti við hreyfinguna
Frá október 2007 til nóvember 2008 starfaði Björn í stjórn Borðtennissambands Íslands. Björn var tilnefndur af Borðtennisdeild KR í starfsstjórn BTÍ. Stjórnin hafði m.a. ábyrgð og umsjón með framkvæmd Íslandsmóts fullorðinna. Í verkefnum Borðtennissambandsins var meginhlutverk Björns að ræða við hagsmunaaðila og fá fram upplýsingar og sjónarmið til að byggja ákvarðanir á. Almennt sá Björn að mestu um samskipti við aðila hreyfingarinnar.
Verkefnastjóri hjá Industria
Miðlun upplýsinga
Frá mars 2008 til janúar 2009 starfaði Björn hjá Industria. Björn gegndi stöðu verkefnisstjóra og hafði yfirumsjón með þróun Zignal, meginvöru Industria. Björn leiddi þróunarteymi fyrirtækisins á Íslandi og í Búlgaríu sem beittu Agile aðferðafræði. Einnig sá Björn um starfsmanna- og launaviðtöl við starfsmenn þróunardeildar. Hjá Industria var miðlun upplýsinga mikilvæg vegna þess hve þróunarteymið var dreift. Björn setti upp og hélt úti upplýsingaveitu fyrir þróunarteymið og fyrir viðskiptavini fyrirtækisins til að gera grein fyrir stöðu og framgangi verkefna.
Stjórnarmaður Borðtennissambands Íslands
Heimasíða og styrkleikalisti
Frá 2002 – 2003 starfaði Björn í stjórn Borðtennissambands Íslands. Björn hannaði og setti upp vefsíðu sambandsins ásamt styrkleikalista. Sá um að útfæra lausn og innleiða nýtt ferli til skráningar úrslita móta. Fékk afhenta silfurmedalíu sambandsins á aðalfundi BTÍ 2004 fyrir sitt framlag.
Þriðji starfsmaður Calidris
Forritari og verkefnastjóri þróunarteymis í Indlandi
Frá janúar 2000 til febrúar 2008 starfaði Björn hjá Calidris (nú Sabre Airline Solutions). Björn var ráðinn inn sem þriðji starfsmaður fyrirtækisins í janúar 2000 og starfaði sem forritari á árunum 2000 – 2008 í margvíslegum verkefnum fyrir Finnair. Var einn af lykilstarfsmönnum í þróun og uppsetningu lausna Calidris hjá tveim fyrstu viðskiptavinum fyrirtækisns, Icelandair árið 2000 og Finnair árið 2001.
Úthýsing verkefna til Indlands
Björn gegndi stöðu verkefnastjóra fyrir verkefni fyrirtækisins hjá Finnair frá byrjun árs árið 2006. Sá um samskipti og leiddi vinnu Agile teymis að verkefnum Calidris fyrir Finnair. Í Finnair hópnum leiddi Björn vinnu fjögurra Indverja frá miðju ári 2006 þegar Calidris hóf úthýsingu verkefna til Indlands. Sá um þjálfun og þróun starfsmanna í hópnum.
MENNTUN
2009-2010 Háskóli Íslands - Heimspeki
Björn tók fjögur námskeið í Heimspeki samhliða starfi. Með það að markmiði að skilja betur hinn huglæga veruleika og auka víðsýni til mótvægis við bakgrunn í raunvísindum. Björn sótti námið af einskærum áhuga og vissu um að það nýtist bæði í leik og starfi.
2006 – 2008 Háskóli Íslands - Meistaranám í Verkefnastjórnun (MPM)
Björn sótti meistaranám við Háskóla Íslands samhliða starfi, útskrifaðist í maí 2008 og stóðst C - vottun alþjóðasamtaka verkefnastjóra(IPMA) í nóvemeber 2008. Námið er hagnýtt stjórnendanám með áherslu á verkefnastjórnun. Lokaverkefni var tengt úthýsingu hugbúnaðarverkefna, ‘Alþjóðlega dreifð hugbúnaðarverkefni frá sjónarmiðum þekkingarmiðlunar’.
1998 – 2001 Háskóli Íslands - Tölvunarfræði
B.Sc. Tölvunarfræði, þar sem Björn fékk fyrstu einkunn. Lokaverkefni: „Fjólublá – Djúpt hugsi skákvél“, þar sem Björn fékk hæstu einkunn: 10. Verkefnið fól í sér rannsóknarvinnu, hönnun og útfærslu skákvélar í C++. Sem 6 vikna verkefni þurfti einhug, góða tímastjórnun og mikið vinnuframlag til að klára verkefnið í tíma.
ANNAÐ
2020 desember - Kennsla við Hugbúnaðarverkfræðideild HR
Kennsla á þriggja vikna verklegu námskeiði við Hugbúnaðarverkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Námskeiðið, "Hugbúnaðarferlar og verkefnastjórn", er nýtt námskeið þar sem markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir þann mikilvæga hluta vinnunnar sem snýr að skipulagi og framkvæmd hugbúnaðarverkefna. Unnið var raunverulegt verkefni í gegnum námskeiðið þar sem nemendur fengu að beita þeim aðferðum sem námið snerist um.
2019 haustmisseri - Dæmatímakennsla í Hugbúnaðarfræði
Dæmastímakennsla í Hugbúnaðarfræði við Tölvunarfræðideild HR á vormisseri.
2013 apríl - Fyrirlestur á vegum Dokkunar í HR
Erindi um Agile aðferðir, “Er hægt að auka hraða Scrum teymis þrefalt á þremur vikum?”. Einnig leitast við að svara spurningunni: Hvernig er hægt að leiða fram breytingar í vinnubrögðum þegar rök duga ekki til? Fjallað um tilraun hjá Betware til að ná fram topp afköstum með Scrum teymi.
2012 febrúar - Gestafyrirlesari í Meistaranámi í Verkefnisstjórnun
Kom inn í námskeiðið “Verkefnisstjórnun í mismunandi greinum atvinnulífsins” með reynslusögu um verkefni í upplýsingatækni geiranum.
2010 desember - Gestafyrirlesari í Meistaranámi í Verkefnisstjórnun
Erindi um Agile aðferðir, “Frá áætlunardrifnum til aðlögunardrifna aðferða”. Fjallað um bakgrunn og umhverfi Agile aðferða, Scrum aðferðinni lýst sérstaklega.
Verkefnisstjórnun - Vörustjórnun
- IPMA C-vottun: Certified Project Manager
- IPMA D-vottun: Certified Project Management Associate
- Scrum Alliance: Certified Scrum Product Owner
- Scrum Alliance: Certified Scrum Master