Þau þróunarteymi sem fara af stað með hugmynd að lausn sem notendur hafa aldrei séð eru raunverulega að leggja í leiðangur á illkleifan tind án nauðsynlegs aðbúnaðar. Myndir þú senda þitt teymi í stuttbuxum og stuttermabol á Hvannadalshnúk?
Þegar lagt er af stað í verkefni með þessum hætti eru miklar líkur á því að markmiðum verkefnisins verði ekki náð sem oft felur í sér annað verkefni með nauðsynlegar breytingar og stóraukinn tilkostnað þegar uppi er staðið. Af þessu er ljóst að það eru til betri leiðir!
Mörg teymi forrita fyrstu útgáfu frumgerða
Lykilatriði sem mörg teymi fara á mis við í Build, Measure, Learn ferlinu sem Erik Ries kynnti til sögunnar í bókinni The Lean Startup er að megintilgangur hverrar ítrunar er að hámarka þekkingaröflun með sem minnstum tilkostnaði. Mörg teymi taka "Build" skrefi ferilsins bókstaflega og forrita lausnina í fyrstu ítrun ferilsins. Þessi teymi enda uppi með dýrustu frumgerðir sem hægt er að smíða og fara á mis við ".. með sem minnstum tilkostnaði". En hvernig vinna bestu teymin?
Bestu teymin nota ódýrar aðferðir og uppgötva lausnir sem skila árangri áður en forritun hefst
Bestu hugbúnaðarteymin nota ódýrar frumgerðir, keyra hraðar tilraunir og fara nokkrar ítranir í gegnum build, measure, learn ferlið til að finna lausn sem virkar. Bestu teymin a) sannreyna að lausnin leysi vandamál viðskiptavina, b) sannreyna að notendur skilji og geti tileinkað sér lausnina og c) gera mat á tæknilegri útfærslu og umfangi áður en lína af kóða er skrifuð.
Með reynslu af notkun frumgerða til að uppgötva réttu lausnina
Á vormánuðum 2018 leiddi ég vöruumbótaverkefni sem sneri að því að gera lausnir Tempo klárar fyrir hina nýju evrópsku persónuverndarlöggjöf. Verkefnið fólst m.a. í því að bæta aðgangsstýringar í kerfinu svo viðskiptavinir gætu skilgreint hver fengi að sjá persónuleg gögn hverra.
Eitt helsta atriðið í evrópsku persónuverndarlöggjöfinni sem kallaði á breytingar var að einungis þeir sem starfi sínu vegna þurfa að sjá persónuleg gögn annara, hafi aðgang en aðrir ekki. Með þessar þarfir að leiðarljósi, að auki tugi hugmynda um umbætur frá viðskiptavinum og hagsmunaðilum innanhúss settum við fram frumgerð sem síðan var prófuð með notendum kerfisins. Eftir notendapróf og sex ítranir á frumgerðinni vissum við að lausnin sem við vorum að vinna með:
- leysti vandamál viðskiptavina
- notendur skildu hvernig virkaði og
- þróunarteymið hafði áætlun um tæknileg útfærslu og umfang
Með þekkinguna sem þessi vinna skilaði, gátum við undirbúið þjónustuteymið með lista yfir algengar spurningar, hjálpað textahöfundum sem unnu að leiðbeiningum að einbeita sér að því sem mestu máli skipti og aðstoðað markaðsteymið við að draga fram hvað notendum fannst skipta mestu máli í lausninni.
Snerum ósáttum notendum í talsmenn fyrir lausina
It looks that you finally made it! New permission management look awesome and after a couple of tests I have to say > I’m really happy how it works. Good job! Please greet the whole team from me - their hard work pays off! :slightly_smiling_face:
Sex mánuðum áður hafði þessi sami notandi sent Tempo fyrirspurn og spurt hvort hægt væri að endurhugsa aðgangstýringarnar í kerfinu þar sem það væri svo erfitt að skilja hvernig þær virkuðu.
Láttu hvert verkefni telja og fjárfestu í vöruumbótum sem standast væntingar!
Heildstæð vörustjórnun snýst um að þróunarteymi fari ekki af stað fyrr en búið er að: a) sannreyna að lausnin leysi vandamál viðskiptavina, b) sannreyna að notendur skilji og tileinki sér lausnina og c) gera mat á tæknilegri útfærslu og umfangi.
Hafðu samband og ræðum með hvaða hætti við getum fundið leiðir fyrir þín teymi að taka næsta skref fram á við.